Search

Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Eldheimum Gleðilegt nýtt ár og þakkir fyrir það liðna :) Nú er starfsemi rólega að fara af stað aftur og það gleður mig að segja að Pokémon klúbbburinn sem margir krakkar báðu um er aldeilis að slá í gegn! Við höldum síðan áfram með júdósalinn tvisvar í viku og heimilisfræðistofuna á föstudögum þegar við getum. Börnin hafa alltaf möguleika á að koma með hugmyndir að klúbbum og öðru sem þeim langar að gera þannig það er margt framundan. Þar á meðal má nefna íþróttaklúbb, textílklúbb og líklegast Origami smiðju. Í janúarmánuði fór…
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4.bekk Þá er komið að seinasta fréttabréfi fyrir sumarfrí! Það virðist sem apríl mánuður hafi hlaupið frá okkur á milli páskafría og lengdrar viðveru en börnin nutu sín svo sannarlega í Dymbilviku þar sem ýmislegt var brallað. Veðrið aldeilis leikur við okkur þessa dagana og börn jafnt sem starfsmenn njóta þess að vera utandyra ásamt því að föndra margvísleg listaverk innandyra. Nokkur atriði sem við viljum koma á framfæri: - Það er lokað hjá okkur í Bifröst 6.júní, en þá er annar í Hvítasunnu.-Þann 7.júní á hádegi lýkur…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk og gleðilegt 2023! Þá er það fyrsta fréttabréf ársins. Vonandi höfðu allir það gott yfir hátíðarnar. Í janúar fórum við rólega af stað en erum þó auðvitað byrjuð aftur með smiðjur og klúbbastarfsemi. Þann 2.janúar var starfsdagur hjá starfsfólki Bifrastar ásamt öðrum frístundaheimilum, frístundaklúbbum og félagsmiðstöðinni. Þar sat starfsfólk skyndihjálparnámskeið og tók þátt í margskonar smiðjum til að læra nýjar og skemmtilegar leiðir til að efla starfið okkar hérna í Bifröst.Hluti af starfsmannahóp Bifrastar tók þátt í Hinu…
Desember hefur verið viðburðarríkur hjá okkur í Bjarkarbóli. Börnin hafa eytt miklum tíma í listasmiðjunni okkar þar sem þau hafa gert ýmis verkefni fyrir jólin.   Næstu daga verður lengd viðvera vegna jólafrísins. Við leggjum mikið upp úr því að börnunum líði vel hjá okkur og geti valið eitthvað sem þeim þykir gaman að gera. Við verðum því með fjölbreytta dagskrá þar sem við bjóðum meðal annars upp á jólabíó, piparkökuskreytingar, jólakortagerð, listasmiðju, Just Dance og ýmis konar útiveru. Að gefnu tilefni viljum við ítreka að frístundabílnum er ekki ekið í…
Pakkhúsið er ungmennahús á vegum Árborgar sem stofnað var þann 1. desember 2008. Í starfi Pakkhússins er unnið út frá hugmyndafræði sem byggir á ungmennalýðræði og tryggir áhrif ungmenna í starfinu. Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, lýðræðisvitund, valdeflingu, samfélagslega virkni og þátttöku. Síðast en ekki síst er verið að vinna að forvörnum og skýr afstaða er tekin gegn neyslu vímuefna. Upplýsingar Húsið er hugsað sem samkomustaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára þar sem þau fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og í…
Nú fer skólaárinu fljótt að ljúka og viljum við þakka börnunum, ásamt foreldrum/forráðamönnum fyrir ánægjulega samveru og gott samstarf. Við erum full tilhlökkunar fyrir sumarstarfinu og vonumst til að sjá sem flest börn þar. Lengd viðvera Þann 6. júní næstkomandi verður lengd viðvera hjá okkur hér í Bjarkarbóli. Þá er opið frá kl. 8:00-16:15. Eins og vanalega þarf að skrá börnin á þessa daga inni á Völunni og gott er að gera það tímalega þar sem skráning lokar þriðjudaginn 4. júní kl. 12. Starfsdagur Þann 7. júní er lokað hjá okkur vegna starfsdags. Sumarstarfið…
Á haustönn 2024 bjóðum við upp á eftirfarandi námskeið: - Barnadans fyrir 4-5 ára - Jazzballett fyrir 6-16 ára - Leiklist fyrir 9-15 ára - Fullorðinstímar fyrir 30 ára og eldri Nemendur í jazzballett 6-16 ára geta svo valið um að bæta við sig valtímum og æft 2-5x í viku. Einnig geta nemendur 9-16 ára sótt um að komast í keppnislið skólans, TeamDansakademían. Markmið okkar er að skapa gott og skapandi umhverfi fyrir nemendur á hvaða getustigi sem er til að vaxa og dafna. Við viljum skapa stuðningsríkt samfélag í kringum Dansakademíuna, þar sem maður eignast nýja vini og skapar ævilangar…
Unglingastarfið í Zelsíuz er sameiginlegt fyrir alla grunnskóla sveitarfélagsins. Það fer fram að mestu í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar og eru alltaf á kvöldin, 4 sinnum í viku. Á þriðjudögum fer starfið fram á Stokkseyri. Markmið er að hafa fjölbreytni í dagskrá Zelsíuz til þess að ná til sem flest. Unglingaráðið skipuleggur dagskránna og hjálpar til við undirbúning á hinum ýmsu viðburðum. Opnunartímar Mánudagur kl. 19:30 - 22:00 Þriðjudagur kl. 19:30 - 22:00 (Starfið fer fram á Stokkseyri) Miðvikudagur kl. 19:30 - 22:00 Föstudagar kl. 19:30 - 22:00…
Meginmarkmið frístundaheimila Árborgar er aðbörnunum líði vel og fái notið sín í frjálsumleik í öruggu umhverfi. Sækja um Starfstöðvar Engar nidurstodur Opnunartími Starfsemi í Frístundaheimilinum Árborgar hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn. Almennar upplýsingar Frístundaheimili Árborgar eru þjónusta ætluð börnum í 1.-4. bekk. Hvert heimili fyrir sig er ætlað nemendum sem sækja nám í tilteknum skóla. Bifröst fyrir nemendur…
TTT starf Selfosskirkju er opið öllum börnum í 5.-7. bekk. TTT stendur fyrir Tíu Til Tólf ára. Í TTT er margt skemmtilegt brallað. Við förum marga skemmtilega í leiki, föndrum, syngjum saman og skoðum kirkjuna í krók og kima. Eftir áramót er svo stefnt á TTT-mót í Vatnaskógi, þar sem við gistum eina nótt og hittum krakka úr TTT-starfi í öðrum kirkjum. Fundir eru á þriðjudögum á milli 16:00 og 17:30. Starfið er ókeypis og skráning fer fram í gegnum heimasíðu kirkjunnar (undir Barnastarf -TTT). Þátttaka er ekki bundin við ákveðið upphaf eða endi og öllum börnum er velkomið að byrja í TTT…