Search
Frístundaheimilið Stjörnusteinar er frístundaheimili fyrir börn í 1.- 4. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka á Stokkseyri sem hefur starfað síðan árið 1997. Stjörnusteinar hafa aðstöðu sína í gamla skólahúsnæðinu á Stokkseyri við Eyrarbraut 2 og er þar pláss fyrir 35 börn.Megin markmið frístundaheimilisins er að börnunum líði vel og fái notið sín í frjálsum leik í öruggu umhverfi.Forstöðumaður er Agnes Lind JónsdóttirS: 853-9867
Aðstaðan
Stjörnusteinar er staðsett við Eyrarbraut 2 á Stokkseyri. Það húsnæði skiptist upp í þónokkur rými, þar á meðal rými fyrir börnin undir leik…
4 vikna námskeið þar sem áhersla er lögð á að auka styrk, samhæfingu og sprengikraft. Á sama tíma er hugað að því að efla sjálfstraust og líkamsvitund.
Unnið er mest með stórar hreyfingar eins og hnébeygju, réttstöðulyftu, axlapressu ásamt ólympískum lyftingum. Á hverjum 4 vikum eru sérstaklega teknar fyrir 2 hreyfingar í einu og unnið markvisst að því að efla tækni og styrk í þeim hreyfingum.
Æfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 15:20 - 16:10.
Verð: 14.900 kr. (4 vikur).
*hægt að nota frístundastyrk.
Stúdíó Himnaríki er eitt af aðdráttaraflum Pakkhússins og býður upp á virkilega góða aðstöðu fyrir bæði tónlist og skapandi verkefni. S
Hvað er í boði í stúdíóinu?
Studíóið er bæði upptöku- og æfingarstúdíó, búið fjölbreyttum hljóðfærum, hljóðvinnsluforritum og sérhæfðum tækjum sem gera ungmennum kleift að þróa hæfileika sína á sviði tónlistar og hljóðupptöku. Í boði er m.a. podcast-upptökubúnaður sem hefur nýst vel til að efla skapandi tjáningu og miðlun hugmynda.
Stúdíóið er gríðarlega mikið notað og er öllum ungmennum í Árborg opið án endurgjalds í gegnum bókunarkerfi…
Æskulýðsfélag Selfosskirkju er fyrir alla krakka í 8. – 10. bekk grunnskóla.
Á fundum finnum við okkur alltaf eitthvað skemmtilegt að gera. Varúlfur, hjartsláttur og varúlfafeluleikur eru fastir liðir í starfinu, en auk þess er Just Dance, Minute to win it og Subbufundur á dagskránni, svo fátt eitt sé nefnt.
Fundir eru á mánudögum kl. 20:00-21:30, þátttaka er ókeypis og skráning fer fram inni á heimasíðu kirkjunnar, selfosskirkja.is
Starfið er ekki bundið við ákveðið upphaf eða endi, svo krakkar geta byrjað í Æskó á miðjum vetri þess vegna.
Fimmtudaginn 28. desember fór fram hin árlega uppskeruhátíð fræðslu- og frístundarnefndar Árborgar. Þó nokkur fjöldi fólks var mættur til þess að fagna með því flotta íþróttafólki sem við höfum hér í Árborg.
Feðginin í Fljúgandi villisvín opnuðu hátíðina með glæsilegu tónlistaratriði en í kjölfarið hélt Brynhildur Jónsdóttir formaður fræðslu- og frístundarnefndar setningarræðu.
Hvatningarverðlaunin þetta árið hlaut Félagsmiðstöðin Zelsíuz fyrir það flotta starf sem þar er unnið. Vinnan í félagsmiðstöðinni hefur hlotið verðskuldaða athygli víða um land og hlaut hún í…
Söngkeppni Samzel var haldin 26. janúar í Zelsíuz. Sigurvegari Samzel kemst áfram í USSS (undankeppni söngkepnni Samfés á Suðurlandi).
Það er mikið af hæfileikaríku ungu fólki sem við eigum í Árborg og voru það fimm atriði sem tóku þátt í Samzel þetta árið. Það var hljómsveitin Guillotine með Fannari Þór á hljómborði, Björgvini Svan á rafmagsgítar og söng, Hrafnari Jökli á rafmagnsgítar, Jökli Smára á trommum ásamt Ragnari Má á bassa og tóku þeir lagið Heaven and Hell. Bryndís Embla tók lagið One of us með ABBA. Vigdís Anna tók lagið Slipping through my fingers með ABBA.…
Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn, vikuna 26. febrúar-1. mars. Markmiðið með vikunni er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg. Forvarnarteymi Árborgar vill hvetja stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins til þess að vera með og gera þessa hátíð að litríkri og skemmtilegri viku. Síðustu ár hefur vikan gengið vonum framar og fjöldi fyrirtækja tekið þátt. Það mátti sjá regnbogakökur, regnbogablómvendi, hinsegin fánunum var flaggað, regnbogaskrauti var komið fyrir inn í fyrirtækjum og út í gluggum og svo lengi mætti telja. Mikil eftirvænting ríkir fyrir…
Kletturinn hóf starfsemi sína í byrjun október 2021 og hefur aðsetur í Pakkhúsinu við Austurveg 2A. Hlutverk Klettsins er að bjóða grunnskólanemendum í 5.-10. bekk sem þurfa á sértækum stuðningi að halda uppá skapandi frístundastarf að hefðbundnum skóladegi loknum. Lögð er áhersla á að bjóða börnum uppá fjölbreytt starf sem hentar hverjum og einum ásamt því að efla félagslegan þroska þar sem þeim er mætt með virðingu og hlýju. Í Klettinum fá börn og unglingar tækifæri til að blómstra þar sem…
Góðan dag og gleðilegt nýtt ár!
Fréttabréfið okkar verður ekki mjög langt að þessu sinni.
Okkur í Eldheimum langaði að þakka kærlega fyrir seinustu mánuði. Við erum bara rúmlega þriggja mánaða frístundaheimili en finnst starfið okkar ganga vonum framar og erum mjög þakklát fyrir alla þolinmæði sem þið hafið sýnt okkur á meðan við byggjum upp frábæra starfsemi.
Þetta er vissulega ævintýri að sameina 3 skóla undir einu þaki og mun aldeilis vera langhlaup en ekki spretthlaup að pússa okkur öll saman.
Desember mánuður fór að miklu leyti í að skreyta og njóta saman.
Í…
Í Bifröst standa þátttakendum til boða fjölmörg leiksvæði. Börnin velja sér svæði til þess að leika sér á í gegnum valtöflukerfi. Valtaflan virkar þannig að í upphafi dags, um miðjan dag og undir lok dags safnast börnin saman fyrir framan valtöfluna þar sem starfsmaður aðstoðar þau við að velja svæði. Á töflunni eru myndir og nöfn rýmanna sem standa þeim til boða. Hvert barn á svo mynd af sér sem fer við hlið merkingar þess rýmis sem barnið valdi.
Image
Hjartarými
Aðalrými…