Search

Unglingastarfið í Zelsíuz er sameiginlegt fyrir alla grunnskóla sveitarfélagsins. Það fer fram að mestu í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar og eru alltaf á kvöldin, 4 sinnum í viku. Á þriðjudögum fer starfið fram á Stokkseyri. Markmið er að hafa fjölbreytni í dagskrá Zelsíuz til þess að ná til sem flest. Unglingaráðið skipuleggur dagskránna og hjálpar til við undirbúning á hinum ýmsu viðburðum. Opnunartímar Mánudagur kl. 19:30 - 22:00 Þriðjudagur kl. 19:30 - 22:00 (Starfið fer fram á Stokkseyri) Miðvikudagur kl. 19:30 - 22:00 Föstudagar kl. 19:30 - 22:00…
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4.bekk Þá er komið að seinasta fréttabréfi fyrir sumarfrí! Það virðist sem apríl mánuður hafi hlaupið frá okkur á milli páskafría og lengdrar viðveru en börnin nutu sín svo sannarlega í Dymbilviku þar sem ýmislegt var brallað. Veðrið aldeilis leikur við okkur þessa dagana og börn jafnt sem starfsmenn njóta þess að vera utandyra ásamt því að föndra margvísleg listaverk innandyra. Nokkur atriði sem við viljum koma á framfæri: - Það er lokað hjá okkur í Bifröst 6.júní, en þá er annar í Hvítasunnu.-Þann 7.júní á hádegi lýkur…
Okkur í Eldheimum langaði að þakka kærlega fyrir seinustu mánuði. Við erum bara rúmlega þriggja mánaða frístundaheimili en finnst starfið okkar ganga vonum framar og erum mjög þakklát fyrir alla þolinmæði sem þið hafið sýnt okkur á meðan við byggjum upp frábæra starfsemi. Þetta er vissulega ævintýri að sameina 3 skóla undir einu þaki og mun aldeilis vera langhlaup en ekki spretthlaup að pússa okkur öll saman. Desember mánuður fór að miklu leyti í að skreyta og njóta saman. Í desember mánuði vorum við líka með Góðgerðardag með nágrönnum okkar í Kotinu þar sem foreldrar og…
Gistinótt Zelsíuz var haldin aðfaranótt 30. desember sl. og tókst hún einstaklega vel. Mikil eftirvænting ríkti meðal ungmenna og skapaðist strax frábær stemning. Þátttaka var mjög góð og ungmennin sýndu bæði ábyrgð og góða hegðun alla nóttina sem gerði viðburðinn bæði öruggan og skemmtilegan. Eftir móttöku og stuttan kynningarfund hófst dagskráin af fullum krafti. Ungmennin tóku þátt í lazertag í íþróttahúsinu í Vallaskóla þar sem mikið var hlegið og keppt af krafti í góðri samkeppni. Síðan var snætt saman og þátttakendur nutu pizzna og samveru áður en haldið var í sund.…
Pakkhúsið er ungmennahús á vegum Árborgar sem stofnað var þann 1. desember 2008. Í starfi Pakkhússins er unnið út frá hugmyndafræði sem byggir á ungmennalýðræði og tryggir áhrif ungmenna í starfinu. Áhersla er lögð á samvinnu, virðingu, lýðræðisvitund, valdeflingu, samfélagslega virkni og þátttöku. Síðast en ekki síst er verið að vinna að forvörnum og skýr afstaða er tekin gegn neyslu vímuefna. Upplýsingar Húsið er hugsað sem samkomustaður fyrir ungt fólk á aldrinum 16 - 25 ára þar sem þau fá tækifæri til að koma hugmyndum sínum á framfæri og í…
Vika6 er sjötta vika hvers árs. Í þeirri viku er starfsfólk grunnskóla og félagsmiðstöðva hvatt til að setja kynheilbrigði í forgrunn og bjóða upp á fjölbreytta kynfræðslu. Leikskólum, frístundaheimilum og öðrum sveitarfélögum er hjartanlega velkomið að taka þátt í Viku6 eftir því sem á við og hentar hverjum og einum.  Jafnréttisskóli Reykjavíkur stýrir Viku6 en unglingar borgarinnar kjósa þema á hverju ári. Unnið er út frá hugmyndum um alhliða kynfræðslu. Þemað að þessu sinni er líkaminn og kynfærin. Það er fjölbreytt og skemmtileg dagskrá í Zelsíuz í vikunni sem samanstendur…
Tyggvagata 23a Selfossi Sími 4806363/4806364 kotid@kotid.is
Adam Daniel KoniecznyAdríana Dís SigurjónsdóttirAlexander Árni SófússonAlexandra Edda KristjansdóttirAlexandra Ósk BjarnadóttirAmelia Ósk AtladottirAndrea AradóttirAndrea Líf GrímsdóttirAndrea Rán ÍvarsdóttirAnita Björt ArnarsdóttirAníta Sif VíðirsdóttirAníta Ýr ÁrnadottirAníta Ýrr EyþórsdóttirAnna Maria KoniecznaAri Hrafn ElíassonArna SteinarsdóttirArnar Helgi ArnarssonArney Björk SævarsdóttirÁrsæll ÁrnasonÁsdís Embla ÁsgeirsdóttirÁsdís Laufey TorfadottirÁsdís MarinósdóttirÁsdís Vala KristjánsdóttirAþena Brá CooperAþena Rós Thomsen FannarsdóttirBaltasar EiðssonBerta Sóley…
Document Kópurinn dagatal 2023-2024.pdf (88.63 KB)
Árið 2016 hófst samstarfsverkefni velferðarþjónustunnar í Árborg og félagsmiðstöðvarinnar Zelsíuz  Verkefnið byggir á snemmtækri íhlutun sem miðar að því að börn, sem þurfa félagslegan stuðning, fái aðstoð sem fyrst til að koma í veg fyrir að vandi þeirra aukist.   Verkefnið er stuðningsúrræði sem bæði hefur verið unnið á einstaklingsgrunni með tilteknu barni en einnig hefur það tekið á sig mynd sértæks hópastarfs Markmiðið er að rjúfa félagslega einangrun barna og unglinga, styrkja þá og gera að virkum þátttakendum í starfi félagsmiðstöðvarinnar.  Persónulegur…