Search

Söngkeppni Zelsíuz, Samzel, fór fram í Zelsíuz föstudaginn 17.febrúar. Sigurvegari Samzel keppir síðan í USSS, Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi, sem verður haldin á Hellu föstudaginn 10.mars. Það voru 5 frábær atriði sem tóku þátt í Samzel. Það voru vinkonurnar, Anna Maria, Ásdís Eva, Dagmar Sif, Hjördís Katla og Olivia úr 10.bekk í Vallaskóla sem sungu Umbrella eftir Rihönnu. Þórhildur Lilja í 10.bekk í Vallaskóla sem að söng Draumaprinsinn eftir Röggu Gísla, Vigdís Anna í 9.bekk í Sunnulækjarskóla söng lagið The Way I Love You eftir Michal Leah. Vinkonurnar Ronja Lena og…
Í janúar lögðum við áherslu á smiðjur og önnur verkefni tengd samfélagslæsi. Okkur starfsfólkinu, ásamt börnunum þótti einstaklega skemmtilegt að fá að kynnast uppruna og menningu hvors annars. Við hengdum upp fána allra barna og starfsmanna, ásamt nokkrum mismunandi stafrófum. Fánarnir í 1.bekk Við buðum upp á nokkrar smiðjur tengdar samfélagslæsinu, meðal annars landafræðismiðju, þar sem börnin fengu að lita fána að eigin vali og læra í hvaða heimsálfu landið er. Einnig spiluðum við fána bingo til þess að leggja fánana okkar betur á minnið. Landafræðismiðja Orð…
Félagshesthús Sleipnis Umsóknir hafnar fyrir haustönn 2025 Félagshesthús Sleipnis hefur opnað fyrir umsóknir í félagshesthús Sleipnis fyrir tímabilið 1.október til og með 17.desember. Námskeiðið er frábært tækifyrir fyrir börn 11-16 á árinu sem hafa ekki hest til umráða, en langar að kynnast hestamennsku og félagasstarfi Sleipnis.
Góðan dag og gleðilegt sumar! Nú er aldeilis farið að birta til og hlýna og við Eldheimabúar erum svo sannarlega að nýta okkur góða veðrið! Hún Martha sjálfboðaliði sem er hjá okkur er búin að vera að gera magnaða hluti með krökkunum og mun halda því áfram. Við skelltum okkur í ferð á bókasafn Árborgar þar sem við hittum starfsmenn bókasafnsins og fengum að vita hvernig gengi með verkefnið Barnabókahetjur heimsins. Þið hafið eflaust mörg hver rekist á ýmsar furðuverur á Vor í Árborg skrúðgöngunni. Þar voru alls kyns furðuverur á ferðinni í tengslum við þetta verkefni ásamt…
Handboltaæfingar veturinn 2025/2026 Öllum velkomið að mæta og prófa æfingu. Skráning fer fram á www.abler.io/shop/umfs/handbolti
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk Nú er komið að fyrsta fréttabréfinu okkar á þessu skólaári og það gleður okkur mikið. Okkur þótti mjög leiðinlegt að geta ekki tekið inn alla krakkana til okkar um leið og skóli hófst en vegna manneklu gekk það því miður ekki upp. Samhliða því sem við lögðumst yfir það að finna frábært starfsfólk til að bætast við nú þegar öflugan starfsmannahóp vorum við einnig að vinna í að semja við skólann um afnot að nýrri aðstöðu fyrir stóru krakkana í 3.-4.bekk. Þann 19.ágúst fengum við síðan stofuna Ú1 í Vallaskóla sem var líka sami…
Unglingastarfið í Zelsíuz er sameiginlegt fyrir alla grunnskóla sveitarfélagsins. Það fer fram að mestu í húsnæði félagsmiðstöðvarinnar og eru alltaf á kvöldin, 4 sinnum í viku. Á þriðjudögum fer starfið fram á Stokkseyri. Markmið er að hafa fjölbreytni í dagskrá Zelsíuz til þess að ná til sem flest. Unglingaráðið skipuleggur dagskránna og hjálpar til við undirbúning á hinum ýmsu viðburðum. Opnunartímar Mánudagur kl. 19:30 - 22:00 Þriðjudagur kl. 19:30 - 22:00 (Starfið fer fram á Stokkseyri) Miðvikudagur kl. 19:30 - 22:00 Föstudagar kl. 19:30 - 22:00…
Fatamarkaður á vegum Pakkhússins verður haldinn laugardaginn 20. apríl í Pakkhúsinu við Austurveg 2a frá kl. 12:00-16:00! Þetta er gott tækifæri til að fara í gegnum fataskápinn sinn og gefa gömlum fötum nýtt líf ásamt því að stuðla að sjálfbærni. Boðið verður uppá vöfflur og kaffi á meðan birgðir endast! Endilega hafið samband í gegnum facebook síðu Zelsíuz eða Pakkhússins ef þið hafið áhuga á að vera með bás, það kostar ekkert og hver og einn sér um sinn bás. Hvetjum ykkur til að kíkja við og gera góð kaup!
Í Pakkhúsinu er klúbbastarf fyrir 16-25 ára ungmenni Sendið okkur tölupóst á netfangið hlynurh@arborg.is til þess að skrá í D&D hóp D&D klúbbur Hlutverkaspilið Dungeons and Dragons er spilað í 6-7 manna hópum sem að starfsmaður leiðir söguna. Mánudagar: 16:30-19 og 19-21Fimmtudagar: 16:30-19, 17-19:30 og 18-20:30Laugardagar: 14-17, 15-18 og 18-21Sunnudagar 14-17 og 15-18
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn barna í 1.-4.bekk Nú er komið að fréttabréfi fyrir október mánuð. Þessi mánuður snérist að miklu að Hrekkjavökutengdum hlutum en að sjálfsögðu var fleira gert. Við starfsmenn settum upp hugmynd að vikuplani varðandi klúbba og hringekjur og það mjakast allt í rétta átt með aðstoð krakkanna. Undirrituð og svæðisstjóri hjá 3.-4. bekk fóru í stóra verslunarferð til að halda áfram að gera útistofuna nógu flotta fyrir stóru krakkana í 3.-4.bekk. Útistofan hefur nú fengið nafnið Ásgarður sem samsvarar sér vel við Bifröst. Krakkarnir í Bifröst og…