Search

Hér fyrir ofan má sjá frístundadagatalið okkar fyrir skólaárið 2024-2025. Dagatalið tekur mið af dagatölum og skipulagi skólanna þriggja á Selfossi, en þó ert mikilvægt að minna á að dagatalið er birt með fyrirvara um breytingar. Einnig ættu foreldrar að geta séð skipulag vetrarins í foreldrahandbókum sem dreift var út í heimsóknum þeirra fyrr í vetur.
Í mars var mikið um útiveru hjá okkur. Þegar veðrið var gott fóru börnin út og krítuðu listaverk á skólalóðina. Fótboltinn var afar vinsæll hjá börnunum, enda erum við svo heppin að vera með stóran fótboltavöll sem nýtist vel. Einnig fórum við í skemmtilega leiki eins og pógó, stórfiskaleik og “hvað er klukkan gamli úlfur?”. Þegar veðrið var að stríða okkur fengu börnin að leika sér í hreyfisalnum. Við vorum líka dugleg að lesa bækur og hlusta á sögur í kósíhorninu okkar. Fimmtudagurinn 21. mars var alþjóðlegur dagur Downs heilkennis og þá klæddumst við…
Bollu- og öskudagur Við fögnuðum auðvitað bolludeginum þar sem við fengum okkur bollur og bjuggum til bolluvendi í Listasmiðjunni. Síðan var það öskudagurinn sem heppnaðist afar vel, en við byrjuðum daginn á að leyfa börnunum að slá köttinn úr tunnunni, ásamt því að við buðum upp á andlitsmálningu. Síðan fengu þau að fara í “búðir” og syngja fyrir nammi. Við vorum með Bónus, Árvirkjann, Flying Tiger og Slippfélagið þar sem starfsmenn okkar stóðu vaktina með prýði. Að lokum var Just Dance fyrir þá sem vildu. Okkur þótti ótrúlega gaman að fagna deginum með börnunum og vonum að þau…
Desember hefur verið viðburðarríkur hjá okkur í Bjarkarbóli. Börnin hafa eytt miklum tíma í listasmiðjunni okkar þar sem þau hafa gert ýmis verkefni fyrir jólin.   Næstu daga verður lengd viðvera vegna jólafrísins. Við leggjum mikið upp úr því að börnunum líði vel hjá okkur og geti valið eitthvað sem þeim þykir gaman að gera. Við verðum því með fjölbreytta dagskrá þar sem við bjóðum meðal annars upp á jólabíó, piparkökuskreytingar, jólakortagerð, listasmiðju, Just Dance og ýmis konar útiveru. Að gefnu tilefni viljum við ítreka að frístundabílnum er ekki ekið í…
Kæru foreldrar og forráðamenn barna í Eldheimum Mars mánuður er kominn og farinn og var hann ansi rólegur hjá okkur. Við föndruðum aðeins fyrir páskana og reyndum að fara út að leika í þau fáu skiptið sem veðrið hefur heillað krakkana nóg til að vilja fara út. Í mars vorum við með eina kaffitímakosningu, þar sem krakkarnir geta valið á milli 3-4 bakkelsa til að hafa í kaffitíma á föstudegi. Í þetta skiptið var valið á milli ostaslaufu, kanilsnúða, kleinu eða pizzasnúða og báru kanilsnúðar hiklaust sigur úr býtum. Við höldum áfram á fljúgandi siglingu að reyna að byggja upp…
Félagsmiðstöðin Zelsíuz í samvinnu við velferðarþjónustu Árborgar hefur lyft grettistaki við að rjúfa félagslega einangrun barna og unglinga og stuðla að því að þeir verði virkir þátttakendur í félagsstarfi Frá því að samstarfsverkefnið hófst árið 2016 hafa um 70% barna eða unglinga sem sótt hafa úrræðið skilað sér inn í frekara félagsstarf.  Verkefnið sýnir vel hvað þverfaglegt samstarf í anda nýrrar löggjafar um samþættingu þjónustu í þágu farsæld barna er mikilvægt til að koma til móts við börn og unglinga, eins snemma og unnt er.  Þetta er í fyrsta sinn sem…
Nú fer skólaárinu fljótt að ljúka og viljum við þakka börnunum, ásamt foreldrum/forráðamönnum fyrir ánægjulega samveru og gott samstarf. Við erum full tilhlökkunar fyrir sumarstarfinu og vonumst til að sjá sem flest börn þar. Lengd viðvera Þann 6. júní næstkomandi verður lengd viðvera hjá okkur hér í Bjarkarbóli. Þá er opið frá kl. 8:00-16:15. Eins og vanalega þarf að skrá börnin á þessa daga inni á Völunni og gott er að gera það tímalega þar sem skráning lokar þriðjudaginn 4. júní kl. 12. Starfsdagur Þann 7. júní er lokað hjá okkur vegna starfsdags. Sumarstarfið…
SamFestingurinn samanstendur annars vegar af tónleikum og balli á föstudegi þar sem fjöldi vinsælla tónlistarmanna koma fram og hins vegar af söngkeppni Samfés á laugardegi þar sem ungir efnilegir tónlistarmenn stíga á svið. Alls voru um 4500 ungmenni sem sóttu viðburðinn víðsvegar af landinu og fulltrúar 120 félagsmiðstöðva ásamt 300-400 starfsmanna. Öll ungmenni sem sóttu viðburðinn fengu Sjúkást fræðslu sem fjallaði um jafnvægi í samskiptum, mörk og samþykki. Fræðslan er samstarfsverkefni Samfés og Stígamóta. Það hefur verið mikil eftirvænting og spenna fyrir…
Söngkeppni Zelsíuz, Samzel, fór fram í Zelsíuz föstudaginn 17.febrúar. Sigurvegari Samzel keppir síðan í USSS, Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi, sem verður haldin á Hellu föstudaginn 10.mars. Það voru 5 frábær atriði sem tóku þátt í Samzel. Það voru vinkonurnar, Anna Maria, Ásdís Eva, Dagmar Sif, Hjördís Katla og Olivia úr 10.bekk í Vallaskóla sem sungu Umbrella eftir Rihönnu. Þórhildur Lilja í 10.bekk í Vallaskóla sem að söng Draumaprinsinn eftir Röggu Gísla, Vigdís Anna í 9.bekk í Sunnulækjarskóla söng lagið The Way I Love You eftir Michal Leah. Vinkonurnar Ronja Lena og…
Sæl kæru foreldrar/forráðamenn Febrúar mánuður var því miður mikið litaður af veikindum barna og starfsmanna en þrátt fyrir það var þetta æðislegur mánuður þar sem margt skemmtilegt var gert. Nokkrir nýjir krakkar bættust í hópinn og þeim var tekið ótrúlega vel af frábæra litla fólkinu ykkar :) Það var margt brallað, bakað, föndrað og leikið eins og meðfylgjandi myndir sína. Þann 22.febrúar var starfsdagur Árborgar og þar komu saman strafsmenn allra frístundaheimila, félagsmiðstöðva og ungmennahúss hér í Árborg og ákveðin voru gildi sem verða einkunnarorð vettvangs…