Search
Frístundaheimilið Bjarkarból er starfrækt fyrir yngsta stig Stekkjaskóla og hóf starfsemi sína haustið 2021. Frístundaheimilið opnar kl. 13:10 alla virka daga og er opið til kl. 16:15.
Starfsemi
Starfsemi í Frístundaheimilinu Bjarkarból hefst kl. 13:10 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.
Í Bjarkarbóli er dagsskrá byggð á svokölluðu valtöflukerfi þar sem börnin velja sjálf rými til þess að leika sér í tiltekinn tíma. Börnin fá að velja sér stöð eða smiðju þrisvar yfir daginn.
Í Bjarkarbóli er farið út að leika á hverjum…
Sækja um
Viðburðir
Sjá alla viðburði
Frístundaheimilið Stjörnusteinar er frístundaheimili fyrir börn í 1.- 4. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka á Stokkseyri sem hefur starfað síðan árið 1997. Stjörnusteinar hafa aðstöðu sína í gamla skólahúsnæðinu á Stokkseyri við Eyrarbraut 2 og er þar pláss fyrir 35 börn.
Lesa meira
Fréttasafn…
Í Zelsíuz er boðið upp á fjölbreytt og öflugt starf sem sniðið er að grunnskólanemendum á miðstigi í hverjum skóla fyrir sig.
Opnunartímar
Mánudagur kl. 17:00 - 18:30 í Sunnulækjarskóla
Þriðjudagur kl. 17:00 - 18:30 á Stokkseyri
Miðvikudagur kl.17:00 -18:30 í Vallaskóla
Fimmtudagur kl.17:00 - 18:30 í Stekkjaskóla
Einu sinni í mánuði eru 7.bekkjarkvöld í Zelsíuz (Austurvegi 2A) fyrir 7.bekk úr Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Stekkjaskóla og BES
Dagskrá í desember
Hinsegin vika Árborgar verður haldinn 2. -6. mars og er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldinn í sveitarfélaginu. Markmiðið með vikunni er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg. Félagsmiðstöðin Zelsíuz hefur tekið þátt í vikunni undanfarin ár og er þetta ár enginn undantekning.
Starfsemi
Selurinn er opinn á mánudögum og fimmtudögum frá kl 17:00-18:30.
Selurinn er ætlaður fólki með fötlun á suðurlandi og þurfa notendur að hafa náð 16 ára aldri. Dagskrá er unnin í samstarfi við notendur og er gefin út mánaðarlega. Ásamt dagskránni eru ýmsir viðburðir eru á dagskrá yfir árið eins og jeppaferð, jólahátíð o.fl.
Markmið Selsins er að efla félagsfærni og stuðla að virkni í félagsstarfinu sem og á eigin frítíma. Áhersla er lögð á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir notendur til að taka þátt í öflugu félagsmiðstöðvarstarfi.
Aðstaðan
Selurinn er…
Frístundaheimilið Bifröst er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Vallaskóla sem hefur starfað síðan í september árið 1994.
Starfsemi
Starfsemi í Frístundaheimilinu Bifröst hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.
Í Bifröst er dagsskrá byggð á svokölluðu valtöflukerfi þar sem börnin velja sjálf rými til þess að leika sér í tiltekinn tíma. Börnin fá að velja sér stöð eða smiðju tvisvar yfir daginn.
Sem hluti af uppbroti fyrir fjölbreytileika í starfi bjóðum við börnum sem skráð eru í frístund upp á…
Október var skemmtilegur mánuður hjá okkur í Kotinu. Við föndruðum Halloween dót og skreyttum Kotið með hræðilegum skreytingum. 31. október þá var svo sannarlega skemmtilegur dagur í Kotinu þar sem við bjuggum til einskonar draugahús í einu rýminu hjá okkur. Ævar rútubílstjóri skutlaði flestum börnunum í Kotið þar sem hann var búin að skreyta rútuna í hrekkjavökuþema. Börnin komu síðan í Kotið í glæsilegum búningum og svo opnuðum við rýmið þar sem var óhugnaleg tónlist í gangi í draugahúsinu. Síðan fengu börnin hrekkjavöku nammipoka og gerðum okkur góðan dag í Kotinu öll saman.
English…