Search

Góðan daginn kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4. bekk og gleðilegt nýtt ár! Nú þegar janúar er að klárast þá vildum við senda ykkur nokkrar línur og fullt af myndum til að sýna hvað við erum búin að vera að bralla í löngu viðverunni í desember og núna í janúar mánuði. Í desember föndruðu krakkarnir ótrúlega mikið og fóru líka í sundferð, bíóferð, göngutúr með heitt kakó og ísferð. Síðan röltu þau um fína miðbæinn okkar og dönsuðu í kringum jólatréð :) Við héldum litla kökuskreytingakeppni í desember og það mætti klárlega segja að allir voru sigurvegarar þar sem við…
Föstudaginn 21. nóvember hélt Zelsíuz þétt og kraftmikið ball í Hvíta húsinu á Selfossi fyrir allar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi. Unglingar víða af svæðinu mættu galvaskir og ríkti mikil spenna og tilhlökkun fyrir kvöldinu, enda ballið orðið einn stærsti og vinsælasti viðburður Zelsíuz ár hvert. Að þessu sinni mættu um 400 unglingar og skapaðist frábær stemning frá fyrstu mínútu. Z-ráðið hafði val af dagskránni og var line-upið einstaklega sterkt: DJ Tveir Sjúkir, Tónhylur Akademía, Séra Bjössi og Saint Pete létu öllum illum látum og héldu dansgólfinu lifandi allan tímann.…
Bollu- og öskudagur Við fögnuðum auðvitað bolludeginum þar sem við fengum okkur bollur og bjuggum til bolluvendi í Listasmiðjunni. Síðan var það öskudagurinn sem heppnaðist afar vel, en við byrjuðum daginn á að leyfa börnunum að slá köttinn úr tunnunni, ásamt því að við buðum upp á andlitsmálningu. Síðan fengu þau að fara í “búðir” og syngja fyrir nammi. Við vorum með Bónus, Árvirkjann, Flying Tiger og Slippfélagið þar sem starfsmenn okkar stóðu vaktina með prýði. Að lokum var Just Dance fyrir þá sem vildu. Okkur þótti ótrúlega gaman að fagna deginum með börnunum og vonum að þau…
Í mars var mikið um útiveru hjá okkur. Þegar veðrið var gott fóru börnin út og krítuðu listaverk á skólalóðina. Fótboltinn var afar vinsæll hjá börnunum, enda erum við svo heppin að vera með stóran fótboltavöll sem nýtist vel. Einnig fórum við í skemmtilega leiki eins og pógó, stórfiskaleik og “hvað er klukkan gamli úlfur?”. Þegar veðrið var að stríða okkur fengu börnin að leika sér í hreyfisalnum. Við vorum líka dugleg að lesa bækur og hlusta á sögur í kósíhorninu okkar. Fimmtudagurinn 21. mars var alþjóðlegur dagur Downs heilkennis og þá klæddumst við…
Gleðilegan nóvember kæru foreldrar/forráðamenn barna í safnfrístundinni Eldheimum. Hérna koma fréttir fyrir október mánuð. Við erum byrjuð að fara í Sandvíkursalinn/júdósalinn á þriðjudögum og miðvikudögum og heimilisfræðistofuna að baka á föstudögum og krakkarnir eru að elska það.Opnunarhátíð á samvinnuverkefninu „Barnabókahetjur heimsins“ var núna 19.október, en október er einmitt Menningarmánuður í Árborg. Barnabókmenntir þeirra þjóða sem eiga fulltrúa í sveitarfélaginu Árborg verða kannaðar með það að markmiði að finna hverjar eru helstu hetjur og andhetjur í…
Í Bifröst standa þátttakendum til boða fjölmörg leiksvæði. Börnin velja sér svæði til þess að leika sér á í gegnum valtöflukerfi. Valtaflan virkar þannig að í upphafi dags, um miðjan dag og undir lok dags safnast börnin saman fyrir framan valtöfluna þar sem starfsmaður aðstoðar þau við að velja svæði. Á töflunni eru myndir og nöfn rýmanna sem standa þeim til boða. Hvert barn á svo mynd af sér sem fer við hlið merkingar þess rýmis sem barnið valdi. Image Hjartarými Aðalrými…
Kæru foreldrar og forráðamenn Þá er komið að seinasta fréttabréfi fyrir sumarfrí. Starfsfólk Eldheima eru öll sammála því að það hefur gengið vonum framar að sameina krakka í 3.-4.bekk Vallaskóla, Stekkjaskóla og Sunnulækjaskóla í safnfrístundina Eldheima. Það er ótrúlega magnað að sjá krakkana kynnast og leika saman úr öllum þremur skólunum og við getum ekki beðið eftir að halda áfram í haust. Við þökkum kærlega fyrir traustið og tækifæri til að sýna fram á hvað við höfum fram að færa sem öflug viðbót við þau æðislegu frístundaheimili sem fyrir voru hér í Sveitarfélaginu…
Tímarnir henta öllum - Lögð er áhersla à liðleikaæfingar, styrktaræfingar, liðlosun, jafnvægisæfingar, gleði og hamingju :) Tímarnir eru à þriðjudögum og föstudögum kl 10. Hver tími er ca 40 mínútur og kostar kr. 750.- Allir velkomnir í Fèlagsaðstöðu Eldri borgara í Grænumörk.
Opnunartími:Þriðjudaga : kl. 10:00 - 18:00 
Undankeppni Söngkeppni Samfés á Suðurlandi, USSS fór fram síðastliðinn föstudag, 14. mars og var stemningin rafmögnuð þegar ungir og hæfileikaríkir keppendur stigu á svið. Fyrir hönd Zelsíuz tók Hugrún Hadda þátt með lagið Is It True, sem Jóhanna Guðrún gerði frægt í Eurovision árið 2009. Með mögnuðum flutningi sínum heillaði Hugrún dómnefnd og áhorfendur og tryggði sér farseðil í sjálfa Söngkeppni Samfés, sem fer fram í Laugardalshöll þann 3. maí. Þar mun hún keppa á meðal hæfileikaríkra ungmenna frá öllum landshornum, en keppnin verður einnig sýnd í beinni útsendingu á RÚV.…