Search

Daglegt starf og smiðjur Við gerðum alls konar skemmtilegt í janúar, meðal annars gerðum við armbönd, perluðum, spiluðum, lásum bækur og fórum í Just Dance.   Við erum svo heppin að næstu 6 vikur verður hjá okkur sjálfboðaliði frá Þýskalandi sem ætlar að vera með sögugerðarsmiðju fyrir börnin. Þar fá þau að búa til sögu, myndskreyta hana og að lokum fá allir eintak af henni.   HM smiðja Það var mikil stemning hjá okkur fyrir heimsmeistaramóti karla í handbolta og við vorum dugleg að föndra íslenska fána og lita handboltamyndir. Því miður voru engir…
SamFestingurinn samanstendur annars vegar af tónleikum og balli á föstudegi þar sem fjöldi vinsælla tónlistarmanna koma fram og hins vegar af söngkeppni Samfés á laugardegi þar sem ungir efnilegir tónlistarmenn stíga á svið. Alls voru um 4500 ungmenni sem sóttu viðburðinn víðsvegar af landinu og fulltrúar 120 félagsmiðstöðva ásamt 300-400 starfsmanna. Öll ungmenni sem sóttu viðburðinn fengu Sjúkást fræðslu sem fjallaði um jafnvægi í samskiptum, mörk og samþykki. Fræðslan er samstarfsverkefni Samfés og Stígamóta. Það hefur verið mikil eftirvænting og spenna fyrir…
Í desember var mikið skemmtilegt um að vera hjá okkur í Bjarkarbóli. Við föndruðum mikið og skreyttum frístundaheimilið með listaverkum barnanna. Brjóstsykursgerð Við buðum upp á brjóstsykursgerð þar sem krakkarnir bjuggu til jarðaberja brjóstsykur. Jólagluggi Við vorum með jólagluggann þann 18. desember og stafurinn okkar var N. Við ákváðum því að þemað yrði Norðurpóllinn og börnin hjálpuðu okkur að perla ýmislegt tengt honum. Opið hús Þann 19. desember var opið hús hjá okkur þar sem foreldrar og aðrir ættingjar máttu kíkja í heimsókn til okkar og taka þátt…
Góðan daginn kæru foreldrar og forráðamenn barna í 1.-4. bekk og gleðilegt nýtt ár! Nú þegar janúar er að klárast þá vildum við senda ykkur nokkrar línur og fullt af myndum til að sýna hvað við erum búin að vera að bralla í löngu viðverunni í desember og núna í janúar mánuði. Í desember föndruðu krakkarnir ótrúlega mikið og fóru líka í sundferð, bíóferð, göngutúr með heitt kakó og ísferð. Síðan röltu þau um fína miðbæinn okkar og dönsuðu í kringum jólatréð :) Við héldum litla kökuskreytingakeppni í desember og það mætti klárlega segja að allir voru sigurvegarar þar sem við…
Föstudaginn 21. nóvember hélt Zelsíuz þétt og kraftmikið ball í Hvíta húsinu á Selfossi fyrir allar félagsmiðstöðvar á Suðurlandi. Unglingar víða af svæðinu mættu galvaskir og ríkti mikil spenna og tilhlökkun fyrir kvöldinu, enda ballið orðið einn stærsti og vinsælasti viðburður Zelsíuz ár hvert. Að þessu sinni mættu um 400 unglingar og skapaðist frábær stemning frá fyrstu mínútu. Z-ráðið hafði val af dagskránni og var line-upið einstaklega sterkt: DJ Tveir Sjúkir, Tónhylur Akademía, Séra Bjössi og Saint Pete létu öllum illum látum og héldu dansgólfinu lifandi allan tímann.…
Nýi prjónaklúbburinn okkar er fyrir alla Byrjendur sem og lengra komna Sem langar að hittast Spjalla Fá ráð eða aðstoð og deila hugmyndum! Alla mánudaga kl. 19:30 - 21:30 í Pakkhúsinu Hlökkum til að sjá þig! 
Sækja um Viðburðir Sjá alla viðburði Frístundaheimilið Stjörnusteinar er frístundaheimili fyrir börn í 1.- 4. bekk í Barnaskólanum á Eyrarbakka á Stokkseyri sem hefur starfað síðan árið 1997. Stjörnusteinar hafa aðstöðu sína í gamla skólahúsnæðinu á Stokkseyri við Eyrarbraut 2 og er þar pláss fyrir 35 börn. Lesa meira Fréttasafn…
Starfsemi Kópurinn er opinn virka daga frá kl. 12:45 - 16:00. Lokað í vetrarfríi. Boðið er upp á lengda viðveru í desember og í maí, nánari upplýsingar má nálgast hjá forstöðumanni. Í Kópnum er einstaklingsmiðuð dagskrá og einnig klúbbastarf sem er í umsjón starfsmanna og notenda. Markmiðið er að virkja notendur í starfinu, valdefla og styrkja félagslega. Einnig að stuðla að vinasamböndum og virkni í frístundum á eigin frítíma. Unnið er með áhugamál notenda sem og starfsmanna og þau notuð sem vinnutæki til að ná þessum markmiðum. Sem dæmi um klúbbastarf er Kvikmyndaklúbbur,…
Hinsegin vika Árborgar verður haldin hátíðleg í þriðja sinn, vikuna 26. febrúar-1. mars. Markmiðið með vikunni er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg.  Forvarnarteymi Árborgar vill hvetja stofnanir og fyrirtæki sveitarfélagsins til þess að vera með og gera þessa hátíð að litríkri og skemmtilegri viku. Síðustu ár hefur vikan gengið vonum framar og fjöldi fyrirtækja tekið þátt. Það mátti sjá regnbogakökur, regnbogablómvendi, hinsegin fánunum var flaggað, regnbogaskrauti var komið fyrir inn í fyrirtækjum og út í gluggum og svo lengi mætti telja. Mikil eftirvænting ríkir fyrir…
Fatamarkaður á vegum Pakkhússins verður haldinn laugardaginn 20. apríl í Pakkhúsinu við Austurveg 2a frá kl. 12:00-16:00! Þetta er gott tækifæri til að fara í gegnum fataskápinn sinn og gefa gömlum fötum nýtt líf ásamt því að stuðla að sjálfbærni. Boðið verður uppá vöfflur og kaffi á meðan birgðir endast! Endilega hafið samband í gegnum facebook síðu Zelsíuz eða Pakkhússins ef þið hafið áhuga á að vera með bás, það kostar ekkert og hver og einn sér um sinn bás. Hvetjum ykkur til að kíkja við og gera góð kaup!