Search

Í Zelsíuz er boðið upp á fjölbreytt og öflugt starf sem sniðið er að grunnskólanemendum á miðstigi í hverjum skóla fyrir sig. Opnunartímar Mánudagur kl. 17:00 - 18:30 í Sunnulækjarskóla Þriðjudagur kl. 17:00 - 18:30 á Stokkseyri Miðvikudagur kl.17:00 -18:30 í Vallaskóla Fimmtudagur kl.17:00 - 18:30 í Stekkjaskóla Einu sinni í mánuði eru 7.bekkjarkvöld í Zelsíuz (Austurvegi 2A) fyrir 7.bekk úr Sunnulækjarskóla, Vallaskóla, Stekkjaskóla og BES Dagskrá í desember
Skráning er hafin í handboltaskólann fyrir 2-4 ára sem hefst föstudaginn 3. Október. Við ætlum að prófa nýja tímasetningu í haust þar sem flestir ljúka leikskóla snemma á föstudögum og byrja kl 14.45 á föstudögum í Set Höllinni. Katla Björg Ómarsdóttir stýrir námskeiðinu og er áherslan fyrst og fremst á leik, gleði og samveru barns og foreldris í íþróttahúsinu, en gert er ráð fyrir því að foreldri fylgi barninu í gegnum tímann. Skráning er opin á www.abler.io/shop/umfs/handbolti
Starfsemi Selurinn er opinn á mánudögum og fimmtudögum frá kl 17:00-18:30. Selurinn er ætlaður fólki með fötlun á suðurlandi og þurfa notendur að hafa náð 16 ára aldri. Dagskrá er unnin í samstarfi við notendur og er gefin út mánaðarlega. Ásamt dagskránni eru ýmsir viðburðir eru á dagskrá yfir árið eins og jeppaferð, jólahátíð o.fl. Markmið Selsins er að efla félagsfærni og stuðla að virkni í félagsstarfinu sem og á eigin frítíma. Áhersla er lögð á að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir notendur til að taka þátt í öflugu félagsmiðstöðvarstarfi. Aðstaðan Selurinn er…
Frístundaheimilið Bifröst er frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk í Vallaskóla sem hefur starfað síðan í september árið 1994. Starfsemi Starfsemi í Frístundaheimilinu Bifröst hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn. Í Bifröst er dagsskrá byggð á svokölluðu valtöflukerfi þar sem börnin velja sjálf rými til þess að leika sér í tiltekinn tíma. Börnin fá að velja sér stöð eða smiðju tvisvar yfir daginn. Sem hluti af uppbroti fyrir fjölbreytileika í starfi bjóðum við börnum sem skráð eru í frístund upp á…
Hinsegin vika Árborgar verður haldinn 2. -6. mars og er þetta í fjórða sinn sem hátíðin er haldinn í sveitarfélaginu. Markmiðið með vikunni er að auka fræðslu, skapa umræður og vera sýnileg. Félagsmiðstöðin Zelsíuz hefur tekið þátt í vikunni undanfarin ár og er þetta ár enginn undantekning.
Danskeppni Samfés fór fram í Garðaskóla föstudaginn 26. janúar. Ylfa, Edda Ríkey og Bylgja Hrönn tóku þátt fyrir hönd Zelsíuz. Þær dönsuðu frumsaminn dans við lagið toxic með Britney Spears. Ylfa og Bylgja voru síðan með annað atriði við lagið Way down we go með Kaleo. Þær stóðu sig með prýði!
Starfsemi Kópurinn er opinn virka daga frá kl. 12:45 - 16:00. Lokað í vetrarfríi. Boðið er upp á lengda viðveru í desember og í maí, nánari upplýsingar má nálgast hjá forstöðumanni. Í Kópnum er einstaklingsmiðuð dagskrá og einnig klúbbastarf sem er í umsjón starfsmanna og notenda. Markmiðið er að virkja notendur í starfinu, valdefla og styrkja félagslega. Einnig að stuðla að vinasamböndum og virkni í frístundum á eigin frítíma. Unnið er með áhugamál notenda sem og starfsmanna og þau notuð sem vinnutæki til að ná þessum markmiðum. Sem dæmi um klúbbastarf er Kvikmyndaklúbbur,…
Gleðilegan nóvember kæru foreldrar/forráðamenn barna í safnfrístundinni Eldheimum. Hérna koma fréttir fyrir október mánuð. Við erum byrjuð að fara í Sandvíkursalinn/júdósalinn á þriðjudögum og miðvikudögum og heimilisfræðistofuna að baka á föstudögum og krakkarnir eru að elska það.Opnunarhátíð á samvinnuverkefninu „Barnabókahetjur heimsins“ var núna 19.október, en október er einmitt Menningarmánuður í Árborg. Barnabókmenntir þeirra þjóða sem eiga fulltrúa í sveitarfélaginu Árborg verða kannaðar með það að markmiði að finna hverjar eru helstu hetjur og andhetjur í…
Í haust munu börn í 3. og 4. bekk sameinast frístundaheimilum Árborgar á ný. Við í Bjarkarbóli verðum því með starf fyrir 1-4. bekk næsta haust. Skráning fyrir verðandi 1. og 2. bekk er nú þegar opin og hvetjum við ykkur til að sækja tímalega um til þess að tryggja pláss fyrir ykkar barn. Skráning fyrir verðandi 3. og 4. bekk opnar föstudaginn 9. maí.
Sveitarfélagið Árborg veitir foreldrum/forráðamönnum barna á aldrinum 5 - 17 ára, með lögheimili í Árborg, frístundastyrk vegna þátttöku í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi. Árið 2023 er styrkurinn 45.000 krónur á hvert barn. Hagnýtt Heimilt er að ráðstafa frístundastyrknum hvenær sem er á árinu (til 31.desember) óháð fjölda greina/námskeiða. Markmið og tilgangur Frístundastyksins er að öll börn í Árborg, 5 - 17 ára, geti tekið þátt í uppbyggilegu frístundastarfi óháð efnahag eða félagslegum aðstæðum. Öll ráðstöfun frístundastyrkja hjá Sveitarfélaginu Árborg er…