Search

Sveitarfélagið Árborg starfrækir félagsmiðstöðina Zelsíuz sem hefur verið starfrækt síðan árið 1980. Í Zelsíuz er boðið upp á uppbyggilegt frístundasstarf fyrir 10 - 16 ára börn og unglinga í frítíma þeirra. Áhersla er lögð á að ná til þeirra barna og unglinga sem þarfnast félagslegs stuðnings og að bjóða upp á fjölbreytileg viðfangsefni. Unnið er í klúbbum, sértæku hópastarfi, opnu starfi og loks stendur félagsmiðstöðin fyrir stórum sem smáum viðburðum. Umsjónarmaður Guðmunda Bergsdóttir netfang: gudmunda.bergs@arborg.is Um Zelsíuz Hlutverk…
Frístundaheimili Árborgar notast við skráningarkerfið Vala. Þar er hægt að sækja um vistun í frístund. Inni á foreldraaðgangi Völu er hægt að breyta vistunartíma, skrá tómstundir barna og fleira.
Það verður gistinótt í Zelsíuz fimmtudaginn 28.desember. Fjölbreytt dagskrá verður í boði alla nóttina. Það þarf að sækja um á viðburðinn og úthlutað verður plássum.
Starfsemi Starfsemi í Frístundaklúbbnum Klettinum hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:00 á daginn.  Í Klettinum er boðið uppá einstaklingsmiðaða dagskrá ásamt klúbbastarfi sem er í umsjón starfsfólks. Markmiðið er að virkja notendur í starfinu, valdefla og styrkja félagslega. Einnig er stuðlað að vinasamböndum og virkni í frístundum á eiginn frítíma. Unnið er með áhugamál notenda sem og starfsfólks og þau notuð sem vinnutæki til að ná ofangreindum markmiðum.     Aðstaðan Kletturinn er staðsettur í…
Starfsemi Starfsemi í Frístundaklúbbnum Kotinu hefst kl. 13:00 alla daga að hefðbundnum skóladegi loknum og stendur yfir til kl. 16:15 á daginn.  Í starfinu er unnið að því að auka félagsfærni, samvinnu og góð samskipti í hóp.  Unnið er í skipulögðu starfi sem og frjálsum tíma þar sem þátttakendur fá að velja sér verkefni eftir eigin áhugasviði. Markmið starfsins er að auka samvinnu og gæði félagslegs starfs hjá krökkum með fötlun. Unnið er með þarfir einstaklingsins í huga og hvað honum hentar best í leik og starfi ásamt því að auka sjálfstæði, öryggi í hóp og ánægju af…
Þann 1. og 2. febrúar verður lengd viðvera hjá okkur í Bjarkarbóli. Þá daga verður opið hjá okkur frá kl 8:00-16:15. Búið er að opna fyrir skráningu inni á Völunni. 
Nýi prjónaklúbburinn okkar er fyrir alla Byrjendur sem og lengra komna Sem langar að hittast Spjalla Fá ráð eða aðstoð og deila hugmyndum! Alla mánudaga kl. 19:30 - 21:30 í Pakkhúsinu Hlökkum til að sjá þig! 
Kópurinn er frístundaklúbbur ætlaður nemendum á sérnámsbraut Fjölbrautaskóla Suðurlands og hefur starfað síðan haustið 2019. Megináhersla er lögð á að skapa öruggt umhverfi þar sem ungmenni geta hisst og tekið þátt í öflugu frístundastarfi með það að markmiði að efla félagsþroska og félagsfærni. Almennar upplýsingar Fréttasafn Image…
Lokað verður dagana 12. og 13. október vegna haustfrís.
Samzel söngkeppni Zelsíuz fer fram föstudaginn 26. janúar. Söngkeppnin er undankeppni fyrir USSS - undankeppni söngkeppni Samfés á Suðurlandi.